Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,39% og er 6.339,13 stig en markaðurinn hefur einungis verið opinn í um hálftíma.

Það má gera ráð fyrir því að skýrsla greiningardeildar Merrill Lynch um íslensku bankana sem birtist í gær hafi áhrif á markaðinn.

Landsbankinn hefur lækkað um 7,24%, FL Group hefur lækkað um 4,98%, Íslandsbanki hefur lækkað um 4,48%, Kaupþing banki um 4,40% og Straumur-Burðarás um 3,61%

Tvö fyrirtæki hafa hækkað. Grandi hefur hækkað um 1,46% og Actavis Group um 0,35%.