Nýtt verðmat greiningardeildar Landbankans á Össuri er 666 milljón dollara (46,5 milljarða króna) eða 124,3 krónur á hlut. Mælt er með kaupum á bréfum félagsins og yfirvoga í vel dreifðu eignasafni. Markaðsverð þess er 113 krónur á hlut, samkvæmt upplýsingum frá M5. Verðmatið er gefið út í kjölfar kaupa Össurar á franska stuðningstækjafyrirtækinu Gibaud.

?Við teljum að innkoma Gibaud sé jákvæð fyrir Össur enda opna kaupin leiðina inn á nýja markaði. Við erum varfærin í mati okkar á Gibaud og hefur innkoma félagsins lágmarksáhrif á verðmatið. Breytt ávöxtunarkrafa og veiking íslensku krónunnar vega mun þyngra.

Í kjölfar kaupanna á Gibaud áætlum við að velta Össurar aukist um rúmlega 20% en framlegð lækki lítillega, þar sem áætluð framlegð Gibaud er lægri en áætluð framlegð Össurar fyrir kaupi,? segir greiningardeildin.

Nýja verðmatið er rúmlega 2% hærra en það síðasta frá greiningardeildinni, mælt í Bandaríkjadal, en 7,6% hærra mælt í íslenskum krónum.

?Síðasta ráðgjöf okkar var að fjárfestar minnkuðu eign sína í félaginu og undirvoguðu bréfin. Frá síðustu ráðgjöf hefur krónan veikst um 5% gagnvart Bandaríkjadal og bréf félagsins lækkað um 7%,? segir greiningardeildin.