Opnað var fyrir viðskipti í fleiri sjóðum Landsbankans í dag.

Sjóðirnir sem um ræðir eru:

  • Landsbanki Global Equity Fund
  • Landsbanki Nordic 40
  • Markaðsbréf stutt
  • Markaðsbréf meðallöng
  • Markaðsbréf löng
  • Skuldabréfasjóður Landsbankans
  • Sparibréf Landsbankans
  • Úrvalsbréf Landsbankans

Á vef Landsbankans kemur fram að aðrir sjóðir, fyrir utan Peningabréfasjóðina sem nú hefur verið slitið,  eru sem fyrr lokaðir í framhaldi af tímabundinni stöðvun FME á viðskiptum með alla fjármálagerninga útgefna af Glitni, Kaupþingi, Landsbanka og SPRON og í ljósi þess að  hömlur eru á fjármagnshreyfingum til og frá landinu.

Þá er vakin athygli á því að uppgjör viðskipta í sjóðum sem eru gerðir upp í erlendir mynt geta dregist þar sem öll slík viðskipti þurfa að fara í gegnum Seðlabankann.