Landsbankinn hefur á síðustu misserum keypt og safnað gjaldeyri til þess að mæta endurgreiðslum af skuldabréfi sem nýi Landsbankinn gaf út til hins gamla við skiptingu þeirra. Mikil breyting varð á gjaldeyrisjöfnuði bankans vegna þessa í fyrra. Alls nam viðsnúningurinn rúmlega 50 milljörðum króna.

Upphæðin sem nýi Landsbank­inn skuldar gamla bankanum stóð í um 280 milljörðum króna við síð­ustu áramót. Skuldabréfaflokkurinn er til endurgreiðslu á árunum 2014 til 2018 en vextir reiknast á þriggja mánaða fresti.

Í svari bankans við fyrirspurn Viðskiptablaðsins um endur­greiðslur lánsins, og fjármögnun vegna þess, segir að gert sé ráð fyr­ir að endurfjármögnunarþörf í er­lendri mynt skapist vegna afborg­ana áranna 2016 til 2018. Unnið sé samkvæmt áætlun að slíkri endur­fjármögnun, en ráðgert sé að hún komi til framkvæmda á árunum 2014 til 2016. Það sé háð markaðs­aðstæðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.