L andsbréf hafa stofnað nýjan framtakssjóð, sem ætlað er að fjárfesta í óskráðum íslenskum félögum með það að markmiði að umbreyta þeim og selja áfram, t.d. með skráningu á hlutabréfamarkað. Sigþór Jónsson, framkvæmdastjóri Landsbréfa, staðfestir þetta við Við- skiptablaðið.

„Við erum að skoða nokkur verkefni en sjóðurinn sem nú þegar hefur verið stofnaður heitir Horn II slhf. Sjóðurinn er opinn fyrir fjárfestingum í öllum greinum íslensks atvinnulífs og er fjárfestingartímabil sjóðsins fyrirhugað næstu 2-3 árin.“ Sigþór vildi hins vegar ekki gefa upp að svo stöddu hve stór sjóðurinn yrði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.