Landsframleiðsla í Japan dróst saman um 1,6% á þriðja ársfjórðungi samkvæmt tölum sem birtar voru í nótt. BBC News greinir frá þessu.

Þetta eru nokkur vonbrigði en meðalspár gerðu ráð fyrir 2,1% hagvexti. Á öðrum ársfjórðungi varð einnig samdráttur í landsframleiðslu landsins, en þá nam hann 7,3%.

Stjórnvöld í Japan höfðu áætlað að hækka söluskatt í landinu á næsta ári, en hagfræðingar telja að þessar tölur muni seinka áformunum og forsætisráðherra landsins muni boða til þingkosninga.