Í Hagtíðindum Hagstofu Íslands segir að landsframleiðsla hafi aukist um 0,6% að raungildi á milli 4. ársfjórðungs 2009 og 1. ársfjórðungs 2010. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 1,3%, einkaneysla drógst saman um 0,6%, samneysla um 0,5% og fjárfesting drógst saman um 15,6%. Samdráttur í fjárfestingu skýrist að mestu leyti af kaupum á skipum og flugvélum á 4. ársfjórðungi síðasta árs.

Bæði inn- og útflutningur drógust saman á tímabilinu, útflutningur um 3,6% og innflutningur um 3,3%. Tölurnar eru árstíðarleiðréttar og miðast við vöxt á milli ársfjórðunga, en ekki ára. Ef landsframleiðsla 1. ársfjórðungs 2010 er borin saman við 1. ársfjórðung 2009 án árstíðarleiðréttingar er samdráttur á milli tímabilanna 6,9%.