Landsmenn voru 325.671 á nýársdag og hafði þeim þá fjölgað um 3.814 á milli ára eða um 1,2%, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar .

Konum og körlum fjölgaði sambærilega mikið á tímabilinu en á nýársdag á þessu ári voru karlarnir 1.065 fleiri en konurnar.

Hlutfallslega fjölgaði fólki mest á Suðurnesjum eða um 1,7% á milli ára. Það gera 354 íbúa eða næstum því fjölgun um einn á hverju ári. Fólki fækkaði hins vegar um 59 manns á Vestfjörðum og um 26 á Norðurlandi vestra.