Nú um áramótin var stigið mikilvægt skref í markaðsvæðingu raforkukerfisins á Íslandi en nýjar leikreglur hafa verið kynntar til sögunnar meðal annars stofnun orkuflutningsfyrirtækisins Landsnets. Til að ræða þessar miklu breytingar á raforkumarkaði kemur í Viðskiptaþáttinn Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnestins.

Í seinni hluta þáttarins ætluum við að velta fyrir okkur öðrum netmálum en þá heyrum við í Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra á Seltjarnarnesi en bærinn hefur ákveðið að semja við Orkuveitu Reykjavíkur um lagningu ljósleiðaranets á Seltjarnarnesi.