Landsbankinn.
Landsbankinn.
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)
Stjórn Landsvaka, rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingasjóða Landsbankans, hefur ákveðið að sameina verðbréfasjóðinn Markaðsbréf Landsbankans - meðallöng við verðbréfasjóðinn Sparibréf - meðallöng. Er þetta gert til að ná fram auknu gagnsæi og auðvelda fjárfestum að gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem felst í fjárfestingum í sjóðum sem eru í stýringu hjá Landsvaka, segir í tilkynningu til Kauphallar.

Sparibréf - meðallöng hefur eingöngu heimild til að fjárfesta í íslenskum ríkisskuldabréfum og kröfum á íslenska ríkið. Leyfilegur meðallíftími er sá sami og Markaðsverðbréf - meðallöng. Þegar ákvörðun um sameiningu sjóðanna var tekin voru einungis ríkisskuldabréf/kröfur með ríkisábyrgð í verðbréfasjóðnum Markaðsbréf Landsbankans – meðallöng.

Beiðni um afskráningu sjóðsins Markaðsverðbréf Landsbankans - meðallöng hefur verið send Kauphöll.