Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta mögulegri takmörkun á afhendingu rafmagns til viðskipta sinna samkvæmt sveigjanlegum samningum um einn mánuð. Ástæðan er bætt miðlunarstaða eftir aukið innrensli í miðlunarlón á síðustu vikum. Þrátt fyrir þetta aukna innrensli telst vatnsárið þó enn mjög þurrt og áfram ríkir óvissa um fyllingu miðlunarlóna fyrir veturinn.

Júlí og ágústmánuðir voru fremur kaldir og óhagstæðir varðandi innrensli til miðlana Landsvirkjunar, en kuldinn leiddi til þess að jökulleysing var lítil á þessum tímapunkti. Það fór þó að taka sér um miðjan ágústmánuð er hlýna tók í veðri. Í lok ágúst var staða í miðlunum fyrirtækisins slæm og í ljósi þess tilkynnti Landsvirkjun viðskiptavinum sínum í byrjun september að líklega þyrfti að draga úr raforkuframboði í vetur.

Vegna hlýinda hefur ástandið hins vegar skánað og innrennsli aukið. Landsvirkjun mun þó halda áfram að endurmeta stöðuna og upplýsa um breytt áform eftir því sem tilefni er til.