*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 15. júní 2018 11:55

Landsvirkjun fyrirframgreiðir lán

Landsvirkjun hefur fyrirframgreitt lán með ríkisábyrgð að nafnvirði um 34 milljónir bandaríkjadollara.

Ritstjórn
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Aðsend mynd

Landsvirkjun hefur fyrirframgreitt lán með ríkisábyrgð að nafnvirði um 34 milljónir bandaríkjadollara. Þetta kemur fram í tilkynningu Kauphallarinnar.

Lánasamningurinn var undirritaður árið 2011 vegna verksamnings um framleiðslu og uppsetningu á véla- og rafbúnaði Búðarhálsvirkjunar. Lánið var með jafnar afborganir höfuðstóls og lokagjalddaga árið 2032.

Fyrirframgreiðslan endurspeglar sterka fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og er liður í því að lækka skuldir og vaxtagjöld. Vegna þessarar greiðslu fellur til einskiptiskostnaður að fjárhæð um 5,7 milljónir Bandaríkjadala sem kemur til hækkunar á vaxtagjöldum Landsvirkjunar á öðrum ársfjórðungi 2018.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is