Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn Portúgals í gærkvöldi. Einkunn langtímaskuldabréfa ríkisins fór úr A1 í A3 og eru horfur neikvæðar. Það bendir til að möguleiki er á frekari lækkun einkunnar á næstu mánuðum.

Lækkun Moody's er vegna verri hagvaxtahorfa og mikilla skulda ríkisins. Í frétt Financial Times segir að ákvörðun Moody's sé nokkuð högg fyrir ríkisstjórn landsins, sem á í fullu fangi með að sannfæra aðila á fjármálamarkaði að Portúgal þurfi ekki á neyðaraðstoð að halda.