Lánshæfismat Íslands gæti verið áfram í svokölluðum ruslflokki Fitch ratings í allt að tvö ár til viðbótar eða þangað til stjórnvöld afnema gjaldeyrishöftin samkvæmt frétt Bloomberg. Stjórnvöld hafa, samkvæmt haftaskýrslu sem Árni Páll Árnason og Már Guðmundsson kynntu, sagt að höftin myndu vara til ársins 2015.

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur breytt horfum á lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar.

Þrátt fyrir það endurpegla breyttar horfur það viðhorf okkar að við gerum ekki ráð fyrir að lánshæfiseinkunnin breytist á næstu tólf til 24 mánuði, hefur Bloomberg eftir Paul Rawkins stjórnanda hjá Fitch.