Fjármálaeftirlitið hefur skipað Lárentsínus Kristjánsson hrl. skilanefndarmann sem formann Skilanefndar Landsbankans.   Jafnframt var ákveðið að skipa ekki nýjan mann í nefndina í stað Lárusar Finnbogasonar sem lét af störfum sem formaður Skilanefndar til 1. júní sl.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins var þessi ákvörðun byggð á því mati manna að starf Skilanefndarinnar og starfsmanna hennar væri komið í fastan og skipulegan farveg og að búið væri að skipa þriggja manna Slitastjórn til þess að annast slitaferli bankans, sem létti þeirri vinnu af nefndinni.