*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 3. nóvember 2012 10:14

Lárus stefnir Glitni

Málið varðar kostnað vegna málsins en dómari í New York taldi málið eiga heima fyrir dómstólum á Íslandi.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Lárus Welding, fyrrum forstjóri Glitnis, hefur höfðað mál gegn þrotabúi Glitnis vegna kostnaðar sem féll til vegna málshöfðunar slitastjórnar Glitnis á hendur Lárusi og fleiri fyrrum stjórnendum og eigendum bankans fyrir dómstólum í New York.

Reimar Snæfells Pétursson hrl., lögmaður Lárusar, segir að málið varði kostnað vegna málsins. Dómari í New York lét málið niður falla og taldi það ekki eiga heima fyrir dómstólum þar í landi. Reimar tjáði sig að öðru leyti ekki um málið þegar Viðskiptablaðið spurðist fyrir um það.

Stikkorð: Lárus Welding Glitnir