Launavísitala í júlí 2006 er 295,4 stig og hækkaði um 1,7% frá fyrri mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,2%, en verðbólga síðustu tólf mánuði nemur 8,6%. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í september 2006 er 6461 stig.