Bilið á mili launahæstu starfsmanna ríkisins og þeirra launalægstu hefur dregist heldur saman samkvæmt nýrri launakönnun stéttarfélagsins SFR. Þar kemur fram að bilið á milli hópanna sé nú um 300 þúsund krónur á mánuði en í fyrra var það 400 þúsund.

Meðallaun þeirra 5% launahæstu á meðal starfsmanna hins opinbera á þessu ári eru 514 þúsund krónur á mánuði en voru 581 þúsund á síðasta ári. Launalægstu 5% starfsmanna hins opinbera er hins vegar með 218 þúsund nú en voru með 198 þúsund í fyrra að meðaltali.

Meðallaun starfsmanna hins opinbera eru 329 þúsund krónur á mánuði en voru 325 þúsund í fyrra.