Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR stéttarfélags, var gestur í Morgunútvarpi RÚV í dag. Þar sagði hún meðal annars að launalausir prufudagar væru ólöglegir. Þessu greinir RÚV frá.

Ólafía sagði miklu aukningu í því að fyrirtæki fengju fólk til að vinna prufudaga áður en það fengi ráðningu, hún sagði að ef ekki væri um greiðslu að ræða fyrir prufudaginn væri hann ólöglegur.

Ólafía ræddi einnig um að algengt væri að starfsfólk sem ráðið er til starfa í afgreiðslustörfum, ferðaþjónustu og á veitingastöðum sé boðin vinna á jafnaðarkaupi. Hún benti hins vegar á að jafnaðarkaup væri samkvæmt kjarasamningum ekki til. Hún sagði fólk oft ráða sig til styttri tíma og vera ekki upplýst um réttindi sín.