Launaskriðsvandinn hefur frekar verið á almenna vinnumarkaðnum en hjá kjararáði segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur ef það mistekst að láta launahækkanir haldast í hendur við aukna verðmætasköpun í landinu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar er haft eftir Bjarna að hann telji forsendur ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum 23 forstöðumanna félaga í ríkiseigu halda. Þá segir Bjarni mikilvægt að engin skref verði stigin til að setja komandi kjaraviðræður í uppnám.