Lausum störfum hefur fjölgað talsvert síðan í lok júli og eru þau nú vel á fjórða hundrað en eins og fram hefur komið í Viðskiptablaðinu var fjöldi lausra starfa í lok júlímánaðar 296 samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaðnum. Í Morgunblaðinu í dag er það haft eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, að það sé áhyggjuefni hversu mörg störf séu laus þegar litið er til þess að um 11 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá. Það sé verkefni stofnunnarinnar að manna þessi störf með öllum ráðum.

Þá hefur blaðið eftir Kolbeini Pálssyni, framkvæmdastjóra job.is, að atvinnuauglýsingum á vefnum fjöldi og að í atvinnulífinu valdi það furðu hversu fáar umsóknir berist.

Gunnar Haugen, framkvæmdastjóri Capacent Ráðningar, segir fjölgun starfa þó ekki eins mikla og tölurnar geti gefið í skyn þar sem hin lausu störf séu í geirum sem erfitt sé að manna.