Ráðstefna um framúrskarandi lánsviðskipti á vegum Creditinfo verður haldin á morgun miðvikudag 4. febrúar klukkan 13:00 í Silfurbergi, Hörpu. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Leiðin að upplýstum ákvörðunum”.

Á ráðstefnunni munu innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um hvernig fyrirtæki geta nýtt sér góð gögn til þess að lágmarka afskriftir og auka viðskipti með því að umbuna fjárhagslega ábyrgum viðskiptavinum.

Ráðstefnan er haldin í tilefni af því að í ár er viðurkenningin: „Framúrskarandi fyrirtæki” veitt í fimmta skipti en verðlaunaafhendingin fer fram að lokinni ráðstefnu.

Dagskrá ráðstefnunnar

13.00 - 13.05 Setning ráðstefnu. Reynir Grétarsson, stjórnarformaður Creditinfo.
13.05 - 13.40 Fabrizio Fraboni, Principal Officer, IFC, World Bank Group.
13.45 - 14.05 Brynja Baldursdóttir, forstöðumaður viðskiptastýringar og þróun Creditinfo.
14.05 - 14.30 Kaffi. 14.30 - 15.00 Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri áhættustýringar Landsbankans.
15.00 - 15.40 Kristoffer Cassel, Vice President, Credit Offering, Klarna.
15.40 - 16.00 Jóhannes Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri Hamborgarafabrikkunar.
16:00 - 16:30 Veitingar.

Fundarstjóri er Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Skráning fer fram hér .