Á síðustu tólf mánuðum hefur söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13,6% meðan vísitala leiguverðs hækkaði um 8,5%.

Allt frá árinu 2011 hafa breytingar á leigu- og kaupverði fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu fylgst nokkuð náði að, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Töluverð lækkun mældist á húsaleigu um mitt sumar 2015 og dróst þá vísitala leiguverðs nokkuð aftur úr vísitölu kaupverðs, og gerðist það sama síðastliðið vor.

Hefur því kaupverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 7,5% meira en leiguverð frá ársbyrjun 2011.