Framkvæmdir hafa staðið yfir í leikfimisal Háskóla Íslands. Fyrir nokkrum árum voru búningsklefar teknir í gegn en nú var kominn tími á að gera endurbætur á leikfimisalnum.Verið er taka í gegn veggi og gólf og endurnýja loftræstikerfi þannig að salurinn á að vera alveg eins og nýr.

Sigurlaug I. Lövdahl, skrifstofustjóri á Framkvæmda- og tæknisviði, segir að málað verði í sama gamla, græna litnum til að halda í upprunalegt útlit. Starfsemin mun hefjast aftur í salnum 1. október.