Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga er í viðtali við Viðskiptablaðið í þessari viku. Meðal þess sem Óttar ræðir um eru fjármál sveitarfélaga, hlutverk og rekstur lánasjóðsins og háa raunvexti á Íslandi.

Hann segir einnig að Seðlabanki Íslands sé að spila einhvern leik með með því að kalla stýrivextina öðrum nöfnum en þeir eru:

„Seðlabankinn er að spila einhvern leik að kalla stýrivextina öðrum nöfnum en þeir eru. Hann segir að þeir séu 5,75% þegar þeir eru í raun 6,5%,“ segir Óttar. Ég veit ekki hvort það eru margir sem blekkjast af þessu, en mig grunar þó að margir haldi að stýrivextir séu 5,75%, þegar þeir eru í raun 6,5%. Stýrivextir almennt eru þeir vextir sem seðlabankinn er tilbúinn að lána gegn góðum veðum, þeir eru 0,1% í Þýskalandi og þeir eru 6,5% á Íslandi.

Seðlabankinn segir að það sé enginn að taka lán á þessum kjörum, en innlánin okkar eru á 5,75%. Því segir bankinn að það séu okkar meginvextir núna. Ef við fylgjum þessu þá eru meginvextir Seðlabanka Evrópu neikvæðir um 0,2%. Það er ekki hægt að bera þessa vexti saman, það væri bara að bera saman epli og appelsínur. Ég skil ekki af hverju þeir tala ekki bara um stýrivextina. Ég skil alveg að þeir séu feimnir að segja að stýrivextirnir séu 6,5%, það er ansi hátt.“

Nánar er rætt við Óttar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu með því að smella á Innskráning.