Veitingastaðurinn Lemon hefur opnað nýjan stað á Olís í Norðlingaholti. Alls rekur Lemon, sem sérhæfir sig í samlokum og ferskum djúsum, nú sjö staði, þar af fjóra á höfuðborgarsvæðinu og þrjá á Norðurlandi.

Opnun Lemon á Olís kemur í kjölfar þess að Hagar, móðurfélag Olís, keypti helmingshlut í Djús ehf., rekstraraðila Lemon, fyrr í ár.

Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon:

„Við hjá Lemon leggjum áherslu á að mæta ólíkum þörfum okkar viðskiptavina með bragðgóðum og hollum samlokum og djúsum. Við erum mjög spennt fyrir nýja staðnum á Olís í Norðlingaholti.  Þar kemur mikið af fólki enda staðsetningin tengipunktur í margar áttir. Við teljum að viðskiptavinir eigi eftir að fagna því að eiga möguleika á að grípa með sér hollar og bragðgóðar samlokur og sólskín í glasi í verkefni dagsins.“

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís:

„Við erum afar ánægð með að fá Lemon í veitingarframboðið í Olís í Norðlingaholti. Þetta er bara byrjunin á samstarfi Lemon og Olís þar sem að við erum með áætlanir um að opna fleiri Lemon staði á Olís stöðvum á næstu mánuðum. Við leggjum áherslu á fjölbreytni í veitingum fyrir okkar viðskiptavini og eru samlokur og djúsar Lemon flott viðbót í þær veitingar sem að við erum þegar að bjóða upp á. Við teljum að viðskiptavinir okkar eigi eftir að kunna vel að meta fersku veitingarnar hjá Lemon.“