Lettnesk stjórnvöld munu hefja formlegar viðræður við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um fjárhagsaðstoð vegna versnandi efnahagsaðstæðna í landinu.

Þetta kom fram á fundi Ivars Godmanis, forsætisráðherra Lettlands, með blaðamönnum í dag.

Haft er eftir Godmanis að markmið viðræðnanna væri „koma á stöðugleika í fjármálakerfinu”  en forsætisráðherrann neitaði hinsvegar að svara hvenær formlega samningaumleitanir myndu hefjast.