Í annað sinn hefur nú verið lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um að sala á léttvíni og bjór verði gefin frjáls. Frumvarpið er bæði lagt fram af hálfu þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu, enda hefur málið breitt fylgi í þjóðfélaginu segir í fréttapósti SVÞ. Niðurstöður nokkurra skoðanakannana undanfarinna ára sýna allar að meirihluti fullorðinna vill geta keypt léttvín og bjór í matvöruverslunum um leið og það gerir matarinnkaup. SVÞ styðja þetta frumvarp og telja að ekki sé spurning hvort heldur hvenær þessi breyting verði gerð.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að erfitt sé að finna rök með áframhaldandi einkasölu ríkisins á þessum drykkjum og vitnað er til ársskýrslu ÁTVR þar sem færð eru rök fyrir áframhaldandi einkasölu. Þar segir: ?Forvarnarhlutverk ÁTVR felst nú fyrst og fremst í því að fylgja eftir lagaákvæðum um lágmarksaldur þeirra sem kaupa áfengi?. Þessi rök eru ekki mjög sannfærandi og frekar til þess fallin að styðja við það sjónarmið flutningsmanna frumvarpsins að ÁTVR sinni ekki lengur því forvarnarhlutverki sem áfengislögin kveða á um.

Um þessar mundir auglýsir ÁTVR stíft ?Vín með jólamatnum". Vonandi er að ÁTVR verði að þeirri ósk og neytendur geti keypt vín með jólamatnum á sama stað. Með breyttum neysluvenjum telja sífellt fleiri vín vera hluta af hátíðarmáltíðinni og vilja gera keypt mat og vín á sama stað.

Byggt á fréttapósti SVÞ.