„Við höfum verið að skoða í sumar og haust sýnishornin frá þeim sem bauð gögnin. Þessi sýnishorn gefa vísbendingar um skattaundanskot,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, í samtali við Fréttablaðið . Þar kemur fram að hún hafi sent fjármálaráðuneytinu greinargerð eftir að hafa farið yfir sýnishorn af gögnum með nöfnum nokkurra hundruða Íslendinga sem tengist skattaskjólum.

Skattrannsóknarstjóri fékk gögnin frá aðila erlendis sem vill selja embættinu gögnin og er það nú ráðuneytisins að ákveða. Hefur honum nokkrum sinnum verið boðið að kaupa ýmis gögn frá útlöndum en hingað til hefur það ekki verið þegið.