Sara Lind Guðbergsdóttir var nýlega ráðin sem sérfræðingur í vinnurétti hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en hún hafði áður séð um málefni atvinnuleitenda hjá VR. Hún segist mjög spennt fyrir nýja starfinu. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og mikið af fjölbreyttum og spennandi verkefnum,“ segir Sara Lind. Hún veitir ráðuneytum og stofnunum ráðgjöf í starfsmannamálum og kemur að gerð kjarasamninga fyrir hönd ráðuneytisins.

Gott að hafa hlutina í föstum skorðum

Spurð hvers vegna lögfræðinhafi orðið fyrir valinu segir hún: „Ætli það hafi ekki verið vegna þess að ég er ofboðslega „reglusinnuð“ og mér þykir voða gott að hafa ákveðinn ramma, þó að það hljómi kannski ótrúlega leiðinlega,“ segir hún og hlær. „Það heillaði mig strax þegar ég sótti almennuna hjá Róberti Spanó. Hann hreif mann með í þessa skemmtilegu rökræðu og lögfræðilegu hugsun,“ bætir hún við.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .