Gjafavöru- og húsgagnaverslunin Líf og list hagnaðist um 108,2 milljónir króna á síðasta ári samanborið við rétt tæpar 113,8 milljónir króna árið á undan. Rekstrartekjur félagsins árið 2017 námu um 704 milljónum króna og jukust þær um rétt tæpar 30 milljónir milli ára.

Rekstrargjöldin voru um 568 milljónir króna á síðasta ári en þar af voru laun- og launatengd gjöld 104 milljónir króna. Skuldir félagsins árið 2017 námu um 353 milljónum króna og jukust þær um 32,4 milljónir milli ára.

Eignir fyrirtækisins námu rétt rúmum 710 milljónum króna í lok síðasta árs og var eigið fé um 357 milljónir króna.