Helmingur íslenskra lífeyrissjóða tók þátt í 19,5 milljarða króna lokuðu hlutafjárútboði líftæknifyrirtækisins Alvotech um síðustu helgi.

Samkvæmt svörum við fyrirspurn Viðskiptablaðsins fjárfestu lífeyrissjóðir samtals fyrir nærri sjö milljarða króna og voru því með yfir þriðjungshlutdeild í útboðinu sem var beint að innlendum fagfjárfestum.

Birta fjárfesti fyrir rúma 2 milljarða króna og var þar með stærstur lífeyrissjóðanna í útboðinu. Þar á eftir komu Stapi lífeyrissjóður með 1,3 milljarða króna og LSR með 1,2 milljarða.

Þátttaka lífeyrissjóða í hlutafjárútboði Alvotech sem lauk 22. jan 2023.

Lífeyrissjóður Kaupverð
Birta 2 ma.kr.
Stapi 1,3 ma.kr.
LSR 1,2 ma.kr
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 825 m.kr.
Festa 600 m.kr.
Íslenski 525 m.kr.
Lífsverk 230 m.kr.
Lífeyrissjóður bankamanna 100 m.kr.
LTFÍ 75 m.kr.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna Tók ekki þátt
Gildi Tók ekki þátt
Frjálsi Tók ekki þátt
Almenni Tók ekki þátt
Brú Tók ekki þátt
SL Tók ekki þátt
Lífeyrissjóður bænda Tók ekki þátt
EFÍA Tók ekki þátt
LSBÍ Tók ekki þátt
Lífeyrissjóður Rangæinga Tók ekki þátt

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.