Landssamtök lífeyrissjóða leggja til þrjár tillögur að tímabundnum breytingum á lögum um starfsemi lífeyrissjóða. Í umsögninni við þingmálið kemur fram að afar brýnt sé að breytingarnar nái fram að ganga á yfirstandandi þingi en lagt er til að heimildir sjóða til fjárfestinga í fagfjárfestasjóðum sem ekki lúta opinberu eftirliti verði hækkaðar í 20%.

Önnur tillagan gengur út á að framlengd verði tímabundin rýmkun heimilda í samlagshlutafélögum sem stofnuð eru um rekstur fagfjárfestasjóða. Þriðja tillagan snýr svo að því að auka heimildir til fjárfestinga í óskráðum verðbréfum úr 20% í 25%.