Landssamtök lífeyrissjóða hafa óskað eftir að reglur um kynjakvóta í stjórnum lífeyrissjóða taki ekki gildi 1. september næstkomandi eins og lög kveða á um. Samtökin vilja þess í stað að gildistökunni verði frestað fram til 1. júní 2014 til að lífeyrissjóðir landsins nái að aðlaga skipanir í stjórnir sjóðanna að lögunum. Þetta kemur fram í umsögn á frum varpi um breytingar á lögum um skyldutrygg ingu lífeyris réttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Reglurnar kveða á um að stjórnir lífeyrissjóða eigi að vera skipaðar að minnsta kosti þremur einstaklingum og hvort kyn skuli eiga fulltrúa í stjórn. Ef stjórnar menn eru fleiri þá á hlutfall hvors kynsins að vera ekki lægra en 40%. Sama gildir um kynja hlutföll meðal varamanna í stjórnum lífeyrissjóðanna