Lífeyrissjóðinir taka þátt í fjármögnun sérstakra vaxtabóta undir þvingunum, að því er Ríkisútvarpið hefur eftir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálms Egilssonar. Segir hann að margir forsvarsmenn sjóðanna séu með óbragð í munni.

Í desember 2010 skrifuðu stjórnvöld, fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir undir samkomulag um fjármögnun á sérstökum vaxtabótum. Í fyrra ákváðu stjórnvöld að leggja 1.400 milljóna króna skatt á lífeyrissjóðina. Nú verður hætt við þessa skattlagningu, það er ef sjóðinir standa við nýtt samkomulag. Þar lofa sjóðinir að taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans.

„Við höfðum upphaflega lagt til svipaða leið, og vildum garnan að það tækist án þess að það væri beitt einhverjum þvingunum í því sambandi," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Ríkisútvarpið. Það hafi því miður ekki tekist. „Og í rauninni var ekkert reynt af neinu viti að fara slíka leið fyrr en akkúrat núna og þessvegna eru margir lífeyrissjóðamenn með hálfgert óbragð í munninum þrátt fyrir að hafa skrifað undir þetta og þrátt fyrir að hafa viljað taka þátt í þessu."