Eik fasteignafélag hefur birt lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins að loknu uppgjöri á nýafstöðnu útboði Arion banka á 14% eignarhlut í félaginu. Viðskipti með hlutabréf félagsins á Aðalmarkaði Kauphallarinnar hófust nú í morgun.

Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti hluthafi fyrirtækisins eftir útboðið með 10,5% eignarhlut. Þar á eftir kemur Almenni lífeyrissjóðurinn með 9,5% hlut, en því næst Lífsverk lífeyrissjóður með 8,3% hlut.

Tíu stærstu hluthafarnir samkvæmt listanum:

  1. Lífeyrissjóður verslunarmanna - 10,5%
  2. Almenni lífeyrissjóðurinn - 9,5%
  3. Lífsverk lífeyrissjóður - 8,3%
  4. Stafir lífeyrissjóður - 5,9%
  5. Vátryggingafélag Íslands - 5,4%
  6. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild - 5,2%
  7. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild - 4,1%
  8. A.C.S. safnreikningur I - 3,9%
  9. Hagamelur ehf. - 3,3%
  10. Stapi lífeyrissjóður 3,0%

Bankinn bauð til sölu 485.125.261 hluti í útboðinu en 12.603.492 hlutir reyndust ógreiddir að loknum greiðslufresti. Eignarhlutur bankans í félaginu er 0,7% að loknu útboði.