*

sunnudagur, 9. ágúst 2020
Erlent 2. júlí 2020 10:22

Líftæknifyrirtæki sem sjöfaldast í virði

Norskt líftæknifyrirtæki hefur sjöfaldast í virði það sem af er árs, hækkunina má rekja til kórónufaraldursins.

Ritstjórn
Starfsmenn við vinnu hjá líftæknifyrirtæki.
epa

Hlutabréf í norska líftæknifyrirtækinu, ArcticZymes Technologies ASA hafa sjöfaldast það sem af er árs en hækkunina má rekja til áhrifa af COVID-19. Hvert bréf er nú virði 35,1 norska krónu og er markaðsvirði félagsins því 1,39 milljarður norskra króna, rúmir 20 milljarðar íslenskra króna.

Bloomberg greinir frá því að félagið hefur haldið áfram að hækka eftir tilkynningu þess efnis að það muni framleiða efni fyrir mögulegt bóluefni gegn kórónufaraldrinum. 

Arcti hefur verið í taprekstri undanfarin ár en stefnir á að ná hagnaði í ár. Sala félagsins hefur meira en tvöfaldast á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem má rekja til pantana fyrir þróun á COVID-19 sýnum.