Frans Páfi hefur gagnrýnt Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, fyrir hugsjón sína um að girða Bandaríkin af frá Mexíkó.

Trump lagði til fyrir stuttu að byggja ætti mikinn múr milli landamæra þjóðanna. Trump svaraði fyrir sig á blaðamannafundi í gær, en hann sagðist ekki vera áhugasamur um að munnhöggvast við æðsta leiðtoga kirkjunnar.

Páfinn gagnrýndi Trump, eins og margir Evrópubúar hafa þegar gert. Hann sagði að það væri ekki mjög kristilegt að byggja veggi með þeim hætti sem Donald hefur lagt til að hann vilji gera.

Eftir að Páfinn gagnrýndi þessa aðskilnaðarstefnu svaraði Trump fyrir sig og sakaði Páfann um hræsni, þar eð hann hefur sína eigin veggi kringum Vatíkanið.