Í hagspá IFS Greingar fyrir árin 2011-2013 er farið yfir spá Seðlabanka Íslands með tveimur sviðsmyndum, einni dökkri og einni ljósri. Gert er ráð fyrir 2,5% hagvexti árið 2012 og 4% árin 2013 og 2014 í kjölfar töluverða fjárfestinga og einkaneyslu, samkvæmt ljósu sviðsmyndinni.

Dökka myndin gerir ráð fyrir neikvæðum hagvexti í ár upp á 0,4% en jákvæðum upp á 0,5% árið 2012 og 1% árin 2013 og 2014 vegna minni fjárfestinga.