Hlutabréf í tengslanetsvefnum LinkedIn hækkuðu um 109% eftir að hlutabréf félagsins voru tekin til viðskipta í kauphöllinni á Wall Street í gær.

Sumir sérfræðingar óttast að skráningin geti markað nýtt upphaf netbólu en slík bóla sprakk vorið 2000 og olli miklum lækkunum á hlutabréfamörkuðum.

LinkedIn var skráð á markað í gær og var skráð upphafsgengi var 45 dollarar á hlut en lokaverðið var 94,25 dalir. Fjárfestar í félaginu hafa mátt vera þolinmóðir hingað til en fjárfestingin virðist nú ætla skila þeim ágætum arði, ef marka má viðbrögðin á Wall Street í gær.

LinkedIn er tengslanetsvefur milli fólks sem sinnir sérfræðistörfum. Um 100 milljónir notenda eru að vefnum