*

laugardagur, 18. janúar 2020
Innlent 20. febrúar 2018 10:20

Lítið laust í borginni um helgina

Samkvæmt sumum bókunarfyrirtækjum eru allt að 93% gistiherbergja í borginni bókuð síðustu helgina í febrúar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ekki virðist sem mörg herbergi séu á lausu á hótelum höfuðborgarinnar nú í lok febrúar, en mánuðurinn er sá vinsælasti fyrir breska ferðamenn að sækja landið heim að því er túristi greinir frá.

Á vef bókunarfyrirtækja eru allt að 93% allra gistiaðstæðna uppbókaðar frá fimmtudeginum komandi fram á sunnudag, sem er aðeins lægra hlutfall en á sama tíma fyrir ári þegar hlutfallið var 96%.

Er það mun hærra hlutfall en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna, sem og hærra en í New York, París og London.

Stikkorð: höfuðborg gisting bókanir