Ef elda skal mat fyrir jólin þá er nú aldeilis gráupplagt að hlusta á jólalögin í samantektinni á vefsíðunni bonappetit.com.

Þar eru tíunduð þekkt og lítt þekkt jólalög þar sem meginþemað er matur. Í samantektinni, sem má finna hér , eru fjölmörg youtube myndbönd, textar og útskýringar á lögunum. Lög í greininni eru frá Englandi, Spáni, Filippseyjum og Frakklandi og eru mörg þeirra hundruð ára gömul.

Þar er til dæmis enska lagið Boars Head Carol eða Söngurinn um villisvínshöfuðið. Þar er því lýst hvernig hvernig villisvíni er slátrað og höfuðið borið inn í jólaboð. Hér má heyra það stórskemmtilega og hátíðlega lag: