Verksmiðjuframleiðsla í Bandaríkjunum jókst lítið milli mánaða í maí og þykir það að sögn Bloomberg fréttaveitunnar gefa til kynna nokkur merki um samdrátt.

Framleiðslan jókst um 0,6% og minnkar töluvert frá því í apríl samkvæmt gögnum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna.  Þetta er jafnframt minnsta aukning milli mánaða á þessu ári.

Helst  dregst framleiðsla á stáli og öðrum vélum saman en framleiðsla á flugvélum virðist þó halda framleiðsluvísitölum á lofti að sögn Bloomberg. Þrátt fyrir slæmt gengi flugfélaga að undanförnu jókst framleiðsla á flugvélum og varahlutum í flugvélar um 2,5% milli mánaða.

Sé framleiðsla á fyrrgreindum hlutum úr flugvélabransanum aðskildar jókst framleiðsla aðeins um 0,4%.