Gengi hlutabréfa var upp og ofan vestanhafs í dag, en fjárfestar bíða nú forsetakosninga sem fara fram á morgun. Olía lækkaði í verði, dollarinn styrktist en æ fleiri merki þess efnis að djúp lægð sé í vændum í efnahagslífinu skjóta nú upp kollinum.

Dow Jones og S&P 500 hreyfðust lítið, en Nasdaq hækkaði um 0,4%.

Lánsfjárkjör hafa batnað á undanförnum dögum, en samstillt átak stjórnvalda víða um heim virðist bera árangur. Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa lækkaði.