Rúmlega 5,8 milljarða velta var á viðskiptum í Kauphöllinni í dag en þar af var 434 milljóna velta á viðskiptum með hlutabréf og 5,3 milljarða velta á viðskiptum með skuldabréf.

Lítil hreyfing var á hlutabréfamarkaði þar sem aðeins breyttist gengi fjögurra félaga á Aðalmarkaði. Icelandair hækkaði mest eða um 2,14%, þar á eftir kom HB Grandi með hækkun um 0,39% og Reginn um 0,16%. Gengi hlutabréfa Haga lækkaði um 0,12%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,64% og stendur lokagildi hennar í 1.348,55.