Heildarvelta í Kauphöllinni nam tæpum 3,2 milljörðum króna í dag. Velta með hlutabréf nam 638 milljónum króna sem er frekar lítil velta. Velta með skuldabréf nam hins vegar ríflega 2,6 milljörðum.

Á hlutabréfamarkaði voru mest viðskipti með bréf í Icelandair Group eða 250 milljóna króna viðskipti. Bréf í fyrirtækinu hækkuðu um 1,11% í þessum viðskiptum. Næst mest viðskipti voru með bréf í HB Granda en þau námu 185 milljónum króna. Gengi bréfa í fyrirtækinu hækkuðu um 0,83%. Gengi hlutabréfa í Sjóvá lækkaði um 0,85% í 63 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,66% og stóð í 1.374,59 stigi í lok dags.

Á skuldabréfamarkaði nam velta með óverðtryggð bréf 1,6 milljarði króna og tæplega 860 milljóna velta var með verðtryggð bréf.