Úrvalsvísitalan hefur nánast staðið í stað í dag en drattaðist þó upp um 0.07%, og er 8.118 stig. FTSE í London lækkaði um 0.7% of er 6.659 stig. Nasdaq stóð svo gott sem í stað og lækkaði um 0.03% og er 2.816 stig. S&P 500 lækkaði um 0.6 stig og er 1.531 stig.

Mest hækkun var hjá Teymi [ TEYMI ] rúm 0.6%, FL Group [ EXISTA ] 0.6%, Marel [ MARL ] 0.5%, Kaupþingi [ KAUP ] tæp 0.3% og Landsbankanum [ LAIS ] 0.2%.

Mest lækkun var hjá Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] 2,2%, Eik banka [ FO-EIK ] 0.9%, Flögu [ FLAGA ] 0.8%, Straumi Burðarás [ STRB ] 0.5% og Össuri [ OSSR ] tæp 0.5%.  Heildarviðskipti með hlutabréf í dag voru 4.272.237 krónur.