Bandaríkjadalur styrkist lítillega gegn öðrum helstu gjaldmiðlum í gær í kjölfar þess hagtölur bentu til þess að bandarískur atvinnumarkaður stæði traustum stoðum. Tölurnar sýndu að umsóknir um atvinnuleysisbætur fækkaði aðeins vikuna sem endaði þann 2. júní.

Dalurinn styrktist einnig aðfararnótt fimmtudags en þá styrkingu má rekja til að stjórnvöld í Suður-Kóreu opinberuðu að Norður-Kóreumenn hefðu gert eldflaugatilraunir á ný. Sérfræðingar benda á að óvissuástand í alþjóðamálum hafi tilhneigingu til þess að leiða til styrkingar dalsins.