*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 4. október 2015 13:10

Ljón í vegi vinnumarkaðslíkans

Samstaða virðist vera um þrjú atriði sem þarf að breyta til þess að hægt sé að leysa deilur á vinnumarkaði til lengri tíma.

Jóhannes Stefánsson
Þorsteinn segir of snemmt að segja til um hvenær niðurstaðna sé að vænta úr samstarfi um breytt vinnumarkaðslíkan.
Haraldur Guðjónsson

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að aðilar vinnumarkaðar fundi nú ásamt fulltrúum stjórnvalda í því skyni að móta framtíðarstefnu um nýtt vinnumarkaðslíkan. Hann segir að samstaða sé einkum um þrenns konar aðalatriði meðal þessara aðila.

Í fyrsta lagi þurfi að sammælast um við hvað launahækkanir í kjarasamningum skuli miðast. „Hornsteinar norrænu samningalíkananna er að það eru útflutningsog samkeppnisgreinarnar sem marka svigrúm til launabreytinga á hverjum tíma,“ segir Þorsteinn í samtali við Viðskiptablaðið.

Skapi meiri samstöðu

Í öðru lagi sé mikilvægt að leita leiða hvernig sé hægt að ná langvarandi samstöðu meðal aðila á vinnumarkaði um að fylgja þeirri línu sem sé mörkuð af útflutnings- og samkeppnisgreinum. „Aðrir hópar samþykkja þá að semja á þeim kostnaðarramma sem þar er markaður, en það þýð- ir ekki að það sé ekki svigrúm til mismunandi útfærslna, en það er kostnaðarramminn sem markar línuna,“ segir Þorsteinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is