*

sunnudagur, 29. mars 2020
Innlent 16. október 2019 10:10

Um 4,5 milljarða tekjutap Ísal

Framleiðsla álversins í Straumsvík dróst saman um 21 þúsund tonn á árinu þegar hætta þurfti þriðjungi framleiðslunnar.

Ritstjórn
Álver Ísal í Straumsvík er í eigu Rio Tinto, en félagið hefur verið með álverið í sölu í þónokkurn tíma.
Haraldur Guðjónsson

Álframleiðsla í álveri Ísal í Straumsvík dregst saman um 21 þúsund tonn á árinu vegna ljósbogans sem myndaðist í einum af þremur kerskála álversins í júlí í sumar. Stöðva þurfti framleiðslu í kerskálanum í framhaldinu, en um er að ræða að gasmyndun verði nægilega mikil til að það fór að leiða í gegnum sig rafmagn þannig að það hitni mikið.

Í lok ágúst tókst að hefja endurræsingu á kerjum kerskálans en áætlað var að það tæki nokkra mánuði að koma þeim öllum 160 í fulla framleiðslu á ný.Miðað við heimsmarkaðsverð á áli þegar þetta er skrifað nemur tekjutap álversins því um 36 milljón Bandaríkjadölum, eða sem nemur rúmlega 4,5 milljörðum íslenskra króna. Á móti kemur að framleiðslukostaður hefur minnkað.

Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri þriðja árshluta RioTinto, eigenda Ísal, en þar kemur fram að 17 þúsund af þessu 21 þúsund tonna framleiðslutapi komi til á ársfjórðungnum. Ásamt með minni framleiðslu í öðru álveri félagsins í Kitimat í Bresku Kólumbíu nemur framleiðsluminnkun félagsins á ársfjórðungnum 0,8 milljón tonnum, eða 3%, frá sama tíma fyrir ári.

Stikkorð: Rio Tinto Straumsvík Ísal